TEPPIÐ Í TJARNARBÍÓ / MÖLLER RECORDS 30. APRÍL

0

möller1

Fjórir listamenn Möller Records verða teknir á teppið í Tjarnarbíói annað kvöld laugardagskvöldið 30. Apríl. Viðburðurinn er hluti af menningarviðburðinum „Teppið“ sem Tjarnarbíó stendur fyrir og lokahnykkurinn á tónleikaröð Möller Records  sem fram fór í Belfast á Norður Írlandi og Dublin á Írlandi í mars. Lesa má umfjöllun Igloo Magazine um tónleikana í Belfast hér: http://igloomag.com/features/moller-belfast-march-2016

Tónlistarmennirnir sem koma fram í Tjarnarbíói eru BistroBoy, EinarIndra, DAVEETH og Gunnar Jónsson Collider.

einarindra

EinarIndra

EinarIndra er íslenskur raftónlistarmaður sem blandar saman ljúfum raftónum við sinn einkennandi söngstíl. Hann gaf út EP plötuna You Sound Asleep árið 2014 og í maí er væntanleg ný plata, Stories sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.

gunnar-jonsson-ccollider

Gunnar Jónsson Collider

Gunnar Jónsson Collider gaf út plötuna Apeshedder í fyrra en platan hlaut mjög góðar viðtökur og var á úrvalslista Kraumlistarverðlaunanna árið 2015. Gunnar hefur komið víða við í tónlistinni og er mörgum kunnur fyrir að spila á bassa í hljómsveitinni 1860.

bistroboy

Frosti Jónsson (Bistro Boy)

Frosti Jónsson hefur verið lengi að en tónlist hans hefur verið líst sem sveimkenndum heiladans. Hann gaf út EP plötuna Sólheimar árið 2012, plötuna Journey árið 2013 og EP plötuna Rivers & Poems ásamt  japanska tónlistarmanninum Nobudo Suda árið 2015.

daveeth

Daveeth

Daveeth gaf út sína fyrstu breiðskífu Mono Lisa árið 2015. Platan hlaut góðar viðtökur og átti Daveeth meðal annars eitt af 20 bestu lögum ársins að mati Straums.

Miðaverð 2000 krónur og hægt er að kaupa miða á Midi.is

http://mollerrecords.bandcamp.com/

http://mollerrecords.com/

Comments are closed.