TEL AVIV OG REYKJAVÍK HITTAST Í TÓNLISTINNI

0

Hljómsveitin Balagan sendi fyrir stuttu frá sér sitt fyrsta lag „Aggressive.” Lagið er fyrsta útgáfan sem nýstofnaða plötuútgáfan Rood Woof Records gefur út. Sveitin samanstendur af þremur einstaklingum frá Tel Aviv og Reykjavík en tónlistinni þeirra má lýsa sem proto pönki og garage rokki. Meðlimir sveitarinnar eru engir nýgræðingar þegar kemur að tónlistarsköpun en þeir hafa meðal annars spilað í hljómsveitum á borð við Häxxan, Soda Fabric og hinu íslenska bandi Plastic Gods.

Balagan hefir verið iðin við spilamennsku í Berlín og komið fram með böndum eins og Heaters, PC Worship, Bleached og LA Witch svo fátt sé nefnt.

Sveitin mun koma fram á þrennum tónleikum á Íslandi í lok júlí og byrjun ágúst:

29. júlí á Gauknum. Fram koma: Balagan, Godchilla og Skrattar.

3. Ágúst á BarAnanas. Fram koma: Pink Street boys, Balagan og Golden Core(No).

4. – 6. Ágúst á Norðanpaunk festival á Laugarbakka.

Skrifaðu ummæli