TEKUR UPP Í SAMA STÚDÍÓI OG JUSTIN BIEBER, RICK ROSS OG DRAKE

0

AFK er 20 ára, frá Hlíðunum í Reykjavík og hefur verið að vinna að sinni eigin tónlist frá því að hann var 15 ára gamall. Þó að hann sé búinn að vera að semja og taka upp í nokkur ár, þá gaf hann ekki út sitt fyrsta lag fyrr en núna 13. janúar 2017, á 20 ára afmælisdeginum sínum. Gaf hann þá út „Black” en seinni smáskífa hans „Alone” kom svo út 13. apríl. Alone er persónulegt lag um ástarsorg, þunglyndi og þessa óþægilegu tilfinningu að vera einmanna í þessum heim með allar þessar trylltu tilfinningar sem þú getur nánast ekki losað þig við, sem hann einmitt gerir í gegnum tónlistina sína. Þú getur lýst AFK sem blöndum af electro R&B og er hann ekki bara söngvari og lagahöfundur heldur listamaður út í fingurgóma.

AFK teiknar, málar, skapar listaverk og hannar öll sín plötuumslög og þess má geta að hann húðflúrar líka. Hann er svo sannarlega einn af þeim nýju tónlistarmönnum sem þarf að fylgjast vel með og er frábær viðbóð í iðandi lista og tónlistarlíf Íslands. Fyrsta stuttskífa hans sem ber nafnið „Wasting My Time” kom svo út núna 13. júní síðastliðinn.

„Með sterkar rætur í hefðbundnum lagasmíðum, má finna að listfengi hans er óaðfinnanlega ofin með nútímalegri R&B útsetningu og með neo-soul flutningi, parar hann saman tilfinningaríka og persónulega texta. Í röngum höndum gæti slík blanda endað í tómri þvælu en það er auðheyrt að hann á ekki við slík vandamál að stríða – þar sem hann hefur tekið sér allan þann tíma sem hann hefur þurft til að þróa sína stefnu, þá er lokaútkoman óaðfinnanlega og traustvekjandi.” – Dani Charlton

Næsta ævintýri hans er útgáfa á laginu „Try” núna 13. ágúst, sem er eitt af hans uppáhalds lögum af nýju stuttskífunni „Wasting My Time”. Eftir viðburðaríkt sumar þar sem hann kláraði stuttskífuna, kom fram um alla Reykjavík, tók þátt í Secret Solstice, þá flaug hann beint til Orlando í Flórída og fór strax að taka upp nýtt myndband og vinna að nýju efni, semja, taka upp og hljóðblanda í hinu heimsfræga studio Plush Recording Studios, þar sem aðilar eins og Justin Bieber, Rick Ross og Drake hafa verið að taka upp sína tónlist. Tónlistarhátíðir, framkomur og útgáfur og einstaklega góðir og spennandi hlutir að gerast hjá þessum unga listamanni.

„Sameining á hefðbundnum lagasmíðum, ferskri R&B útsetningu, ástríðufullum flutningi og persónulegum textum, setur það allt saman AFK í fremstu röð og er svo sannarlega listamaður sem þarf að fylgjast vel með í framtíðinni.” – Dani Charlton

Spotify

Afk13.com

Twitter

Instagram

Skrifaðu ummæli