tekur á mun alvarlegri pælingum og breikkar tilfinningaskalann

0

Tónlistarmaðurinn Mio Dior var að senda frá sér lag og myndband sem nefnist „Þú og Ég.“ Lagið er í öðrum stíl en lagið „Fyrirsæta“ sem Mio Dior gaf út síðastliðinn febrúar ásamt tónlistarmanninum $igmund.

„Fyrirsæta“ hefur í sér fremur sakleysislegan blæ meðan „Þú og ég“  tekur á mun alvarlegri pælingum. Mio Dior er því í þessu lagi að breikka tilfinningaskalann.

Skilaboðin í lok myndbandsins eru einnig mikilvæg en þar er fólk áminnt um að aka varlega. Auk þess vill Mio Dior benda fólki á Hjálparsímann 1717, átakið #utmeda og Samgöngustofu.

Myndbandinu er leikstýrt af listnema Sögu Guðnadóttur og framleitt af teyminu Kaupa Dót  sem Mio Dior er einnig hluti af.

Lagið mun svo einnig koma á Spotify núna á miðnætti 7. maí.

Skrifaðu ummæli