TEITUR MAGNÚSSON SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „KAMELGULT“

0

teit 3

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sendi frá sér breiðskífuna 27 fyrr á árinu en það mun vera hanns fyrsta sóló plata. Lög eins og „Nenni“ og „Vinur Vinna Minna“ hafa hljómað á öldum ljósvakans auk þess sem hún var plata vikunnar á rás 2.

teit 2

Teitur var að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „Kamelgult“ en í myndbandinu má sjá nokkra fallega menn sinna sínu lífi og reykja. myndbandið er leikstýrt af Sigurði Möller Sívertsen og er tekið upp í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu þar sem Sigurður stundar nám við leikstjórn undir handleiðslu Béla Tarr. Myndbandið var skotið á 16mm filmu sem var svo framkölluð inni á klósetti seinna um Kvöldið. Sigurður er jafnframt trommari rokksveitarinnar Grísalappalísu og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2013 fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið „Hver Er Ég?.“

Virkilega skemmtilegt lag og myndband frá Teiti!

Comments are closed.