TEITUR MAGNÚSSON OG OJBA DJ SET Á DUBLINER Á LAUGARDAGSKVÖLD

0

teitur 3

Heljarinnar stuð verður á The Dubliner á morgun laugardag en þá mun tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon spila fyrir tónelska almúgann. Teitur Magnússon sendi frá sér plötuna 27 á seinasta ári og hefur hún allstaðar fengið frábæra dóma. Á dögunum var kappinn tilnefndur til Norrænu Tónlistarverðlaunanna ásamt Björk okkar Guðmundsdóttur. Ekki slæmt það!

teitur 2

Teitur er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Ojba Rasta en sveitin mun sjá um skífuþeytingar milli stríða undir nafni Ojba Dj Set.

Teitur er frábær tónlistarmaður og ef þér langar að dilla þér við ljúfa tóna á laugardagskvöldið þá ekki láta þetta framhjá þér fara.

Stuðið byrjar stundvíslega kl 23:00 og stendur gleðin til kl 02:00

Aðgangur er enginn!

Comments are closed.