TEITUR MAGNÚSSON OG DJ. FLUGVÉL OG GEIMSKIP Á TRYLLTU RÓLI

0

Fyrir helgi kom út lagið „Lífsspeki” eftir Teit Magnússon og dj. flugvél og geimskip. Textann á læknirinn Ólafur Tryggvason (1913-1993) en Lagið er tekið af plötu Teits, Orna, sem kemur út með vormánuðum.

Lagið er gefið út sem smáskífa á Spotify með sérstöku umslagi eftir listamanninn og grafíska hönnuðinn Ragnar Fjalar Lárusson. Ragnar hefur unnið til verðlauna fyrir umslög Ojba Rasta og vinnur hann nú að umslagi Orna ásamt ljósmyndaranum Þórsteini (Xdeathrow) Sigurðssyni.

Tvær enduhljóðblandanir (remix) fylgja laginu á Spotify. Annars vegar frá Arnljóti Sigurðssyni sem gengur nú undir nafninu Kraftgalli í raftónlistarheiminum og hins vegar Gunnari Jónssyni Collider.

Myndband við lagið í leikstjórn Loga Hilmarssonar er einnig komið út.

Skrifaðu ummæli