TEITUR MAGNÚSSON FAGNAR 30 ÁRA AFMÆLI SÍNU MEÐ TÓNLEIKUM Á KEX HOSTEL

0

image003

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon fagnar 30 ára afmæli sínu í Gym & Tonic á KEX Hostel í dag, 14. janúar, Hann og lífsförunautur hans Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir munu troða upp ásamt japönsku tónlistarmönnunum Hiraku Yamamoto og píanóleikaranum Yuma Koda.

Fiðluleikarinn Hiraku Yamamoto er hljómsveitarmeðlimur í hljómsveitinni Nabowa sem hefur komið fram á flestum stóru tónlistarhátíðum Japan. Hljómsveitin vinnur þessa dagana að fimmtu breiðskífu sinni.

Klasssíski píanóleikarinn, hljóðgrallarinn og upptökustjórinn Yuma Koda mun slást í för með vini sínum í þessari einstöku Íslandsheimsókn í Gym og Tonic á Kex Hostel 14. Janúar, kl. 21:00.

Frítt er inn og léttar veigar í boði fyrir fyrstu gesti.

 

Skrifaðu ummæli