TEIKNAÐI MYNDIR Á SNAPCHAT TIL KÆRUSTUNNAR

0

Tónlistarmaðurinn Rj-Skógar var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Trophy Kid.” Ragnar eins og hann heitir réttu nafni er einnig vinsæll snappari (snapchat) en hann byrjaði að teikna myndir á forritið til að kæta þáverandi kærustu sína. Myndbandið við lagið er nefnilega allt teiknað af Ragnari og óhætt er að segja að það er virkilega glæsilegt!

Ragnar byrjaði sinn tónlistarferil sem plötusnúður á klúbbum borgarinnar en eftir að hafa hitt Dennis Waakop Reijes í Hollandi var ekki aftur snúið! Kapparnir smullu saman og byrjuðu strax að semja tónlist og búa til sinn undurfagra hljóðheim.

„Trophy Kid” er tekið af væntanlegri plötu Ragnars (Rj-Skógar) en hún ber heitið FYOI og er væntanleg á næstunni!

Rj-skogar.com

Skrifaðu ummæli