TECHNO GOÐIÐ TITONTON DUVANTÉ HELDUR UPPI FJÖRINU Á PALOMA Í KVÖLD

0

titon 1

Klikkað stuð verður á skemmtistaðnum Paloma í kvöld en það er enginn annar en TiTonTon Duvanté sem heldur mannskapnum á tánum!

TiTonTon kemur frá fæðingarstað technosins, bílaborginni Detroit og hefur verið viðloðandi danstónlistarsenuna frá byrjun tíunda áratugarins, bæði sem Dj og pródúsent. Hann hefur verið að gefa út tónlist á vínyl í yfir tuttugu ár á útgáfum á borð við Planet E, 7th City, Phono og Environ sem og komið fram sem plötusnúður út um allan heim með sína einstöku blöndu af öllum tegundum raftónlistar en er þó þekktastur fyrir Detroit soundið. Honum til halds og trausts verður enginn annar en Krbear, og ætlar hann að halda staðnum heitum þar til TiTonTon tekur við.

Í kjallaranum munu þeir Gunni Ewok (Dj Íslands og Friðfinnur Oculus Sjá um að halda uppi stuðinu. Herlegheitin byrja kl 23:00.

Comments are closed.