TECHNO DÍVAN NINA KRAVIZ KVEIKIR Í KLAKANUM ÞANN 15. MAÍ Á PALOMA

0

nina aðal

Nina Kra­viz er að koma til landsins og held­ur svokallað „Trip Party“ á Paloma þann 15. maí næst­kom­andi. Viðburður­inn er á veg­um Trip, plötu­út­gáfu Ninu Kra­viz og er hald­inn í sam­starfi við Arnvið Snorra­son, sem allir Techno hausar þekkja sem Adda „Exos“, og Bjarka Rún­ar, sem kall­ar sig Bjarki. Einnig mun breski plötusnúður­inn Blaw­an troða upp. Skemmti­staður­inn Paloma tek­ur aðeins um 300 gesti, sem Arnviður seg­ir held­ur óvana­legt fyr­ir Ninu, vana­lega spili hún fyr­ir mörg þúsund manns!

NINA 1

Nina setti nýverið á laggirnar hljóm­plötu­út­gáf­una Trip en par­tíið á Paloma er það fyrsta á veg­um út­gáf­unn­ar.

„Við Nina og Bjarki byrj­um herlegheitin á Íslandi og för­um svo til Detroit þar sem við troðum upp í eft­ir­par­tíi á Mo­vement-hátíðinni hinn 24. maí næst­kom­andi,“ seg­ir Arnviður og bæt­ir við að um sé að ræða stærstu dans­hátíð Banda­ríkj­anna sem fram­leiðand­inn Carl Craig standi fyr­ir.

(Hægt er að lesa nánar um hátíðina hér: http://movement.us/)

„Svo liggur leiðin til New York og spil­um þar 28. maí. Eft­ir það spil­um við í nokkr­um par­tí­um í Evr­ópu á veg­um Trip,“ seg­ir Arnviður og að þau muni einnig spila á „off venue“ viðburði í Barcelona 18. júní. Arnviður seg­ir að planið sé að halda annað sam­bæri­legt partí í Reykja­vík í haust, með fleiri lista­mönn­um og jafn­vel á stærri skala en par­tíið hinn 15. Maí. Stefnan er að halda þetta tvisvar til þris­var sinn­um á ári.

Hvernig kom til að Nina og Addi Exos hófu samstarf?

„Í fyrra bað Nina mig að taka þátt í þess­ari út­gáfu. Hún hafði sam­band því að ég gaf út plötu árið 1998, sem var ein fyrsta tekn­óplat­an sem hún keypti. Upp úr því hóf mjög gott samstarf.“

Hann seg­ir par­tíið hinn 15. maí í raun hafa verið skipu­lagt á kaffi­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur í fe­brú­ar síðastliðnum en þá var Nina stödd hér á landi vegna Són­ar-hátíðar­inn­ar. Hún hafi upp­haf­lega ákveðið að vera hér í viku en svo fram­lengt dvöl­ina um tvær vik­ur. Á því tíma­bili hafi þau unnið sam­an að lagi sem kem­ur út hjá plötu­út­gáfu henn­ar.

Samstarf Ninu og Bjarka Rún­ars hafi haf­ist með því að Bjarki hafði sam­band við Ninu og lét hana hafa efni úr eig­in smiðju, sem Nina hafi verið mjög ánægð með.

„Bjarki gerði lag sem kem­ur út hjá út­gáfu­fyr­ir­tæki Ninu, sem all­ir í tekn­ó­heim­in­um eru snar­vit­laus­ir í. Lagið, sem heit­ir „I wanna go bang“, verður eitt stærsta lag árs­ins en nokkr­ir stærstu tekn­ó­plötu­snúðar í heimi hafa sent Bjarka skila­boð og beðið hann um lagið. Hann neit­ar þeim öllum því að Nina fær einka­rétt á út­gáfu þess.“

nina 5

Addi segir að mikil leynd sé hvaða plötu­snúðar þetta séu en um mjög stór nöfn sé að ræða. Addi seg­ir Bjarka Rún­ar eina björt­ustu von tekn­ó­heims­ins í dag.

Ben Klock, sem er einn besti plötu­snúður í heimi og efst­ur á lista Resi­dent Advisor yfir bestu tekn­ó­plötu­snúðana, tók mynd­band af sér að spila lag Bjarka. Eft­ir það varð allt vægast sagt vitlaust.“

nina 4

Ásamt Arnviði, Bjarka og Ninu stíg­ur breski tón­list­armaður­inn Blaw­an á svið á Paloma. Arnviður seg­ir hann njóta mik­ill­ar virðing­ar og fylg­is í tekn­ó­heim­in­um.

Blaw­an kom með ný og fersk áhrif inn í tekn­óið fyr­ir nokkr­um árum. Hann byrjaði í dubstep- og broken beats-tónlist og sam­hæfði það við tekn­óið á mjög flott­an hátt. Við ákváðum því að fá hann með okk­ur.“

Miðasala fer fram í versl­un­un­um Lucky Records, Mohawks og á heimasíðu Resi­dent Advisor. Miðaverð 2.500 kr.

Comments are closed.