TEAM 23 MEÐ NÝJA GLÆSILEGA VÉLSLEÐAMYND

0

team 3

Team 23 er hópur ungra vélsleðamanna frá Akureyri sem taka sér marga misgáfulega hluti fyrir hendur. Kapparnir sendu frá sér sína aðra vélsleðamynd á dögunum en hún var frumsýnd á Pósthúsbarnum síðustu helgina í nóvember við frábærar undirtektir.

team 4

team

Myndir fjallar að mestu leyti um hvað Team 23 tók sér fyrir hendur síðastliðinn vetur auk fáeinna eldri gullkorna sem nauðsynlegt var að sýna frá. Meðlimir hópsins halda flestir til á Akureyri og eru komnir mislangt í snjósleðaiðkun sinni. Félagarnir eru rúmlega tuttugu talsins og eru mjög virkir í flestu sem tengist jaðar- og mótorsporti.

team 2

Markmið félagsins er að gefa út sleðamynd árlega og efla vélsleðasportið og menninguna sem því fylgir. Einnig tóku þeir virkan þátt í Vetrarsportsýningu LÍV sem haldin var á Akureyri frumsýningarhelgina.

Comments are closed.