TAPPI TÍKARRASS Í FEIKNARSTUÐI OG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG

0

Eyþór Arnalds, Jakob Smári Magnússon, Guðmundur Þór Gunnarsson og Eyjólfur Jóhannsson eru Tappi Tíkarass.

Goðsagnakennda hljómsveitin Tappi Tíkarass er komin á ról en í gær sendi sveitin frá sér brakandi ferskt lag en það ber heitið Spak. Tappi Tíkarass var stofnuð árið 1981 og náði hún miklum vinsældum með lögum eins og Dúkkulísur og Hrollur.

Tappi Tíkarass í Rokk í Reykjavík.

Sveitin var í upphafi skipuð fjórum piltum sem nú eru orðnir menn en fljótlega gekk Söngkonan Björk Guðmundsdóttir til liðs við sveitina og voru þá söngvararnir orðnir tveir, Björk og Eyþór Arnalds. Eyþór Arnalds, Jakob Smári Magnússon, Guðmundur Þór Gunnarsson og Eyjólfur Jóhannsson skipa Tappann í dag og óhætt er að segja að spilagleðin hefur sjaldan verið meiri!

Spak er feitt rokk með afar greddulegum hljóm og ekki er annað hægt en að kinka kolli, hrista búkinn og láta öllum illum látum!

Skrifaðu ummæli