TALAN SJÖ ER ÁN EFA EIN MERKASTA TALAN Í MENNINGU OKKAR

0

Tónlistar og listamaðurinn Curver hefur svo sannarlega komið víða við á löngum og viðburðarríkum ferli en fyrir tuttugu árum sendi hann frá sér plötuna Sjö. Curver tók töluna sjö mjög alvarlega en hann vaknaði í sjö daga klukkan 7:00 á morgnana eftir 7 klukkutíma svefn. Til að vakna tók hann 7 armbeygjur og fór svo í 7 mínútna sturtu eftir átökin. Frá klukkan 7:00 til 24:00 hafði hann 17 klukkutíma til að semja og taka upp grunn að lagi á 7 hljóðrásir.

„Ég mátti ekki hafa unnið í laginu áður þannig að öll lögin urðu til frá grunni á þeim vikudegi sem það er kennt við. Næstu 7 daga vann ég frá 17:00 til 24:00 og lagði lokahönd á upptökurnar. Með því vann ég upp þá 7 tíma sem ég svaf í fyrri vikunni og því er hægt að segja að platan sé unnin á akkúrat 7 heilum dögum þ.e.a.s 7 x 24 tímar.“ – Curver

Það er greinilegt að mikil hugsun er á bakvið plötuna en platan er virkilega góð, skemmtileg og hrá! Tónlistar og listamanninum er margt til lista lagt og er aldrei að vita hvað hann tekur upp á næst! Hér fyrir neðan má hlíða á plötuna Sjö í heild sinni!  

Skrifaðu ummæli