TALABOMAN OG RJÓMINN AF ÍSLENSKU RAFTÓNLISTARSENUNNI TRYLLTU LANDANN

0

Föstudaginn sl. var skemmtistaðnum Húrra breytt í tveggja hæða klúbb til að halda síðasta klúbbakvöld Red Bull tónlistarakademíunar í ár. Fram komu þeir John Talabot og Axel Boman sem mynda tvíeykið Talaboman, ásamt rjómanum af íslensku raftónlistarsenunni – Yamaho, Futuregrapher og russian.girls. Vel var sótt í viðburðinn og dúndrandi stemning var á dansgólfunum alla nóttina!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá herlegheitunum! Ljósmyndir: Juliette Rowland.

Skrifaðu ummæli