TALABOMAN KVEIKIR Í KLAKANUM

0

Talaboman.

Föstudaginn nk, mun elektróníska dúóið Talaboman (John Talabot og Axel Boman) koma fram í fyrsta skipti á Íslandi. Tvíeykið kemur fram á klúbbakvöldi Red Bull Music Academy, á Húrra, ásamt þeim betri tónlistarmönnum í íslensku elektróníkinni – Yamaho, Futuregrapher og russian.girls.

Á þeirra fyrstu breiðskífu, ‘The Night Land,’ sem kom út fyrr á árinu, gefa Alex Boman og John Talabot, rými fyrir ferskar hugmyndir auk þess sem þeir þróa áfram tónlistarstefnu sína. Tónlistin er þolinmóð og hlý, en líka víðtæk og fjölbreytt. Þessi útgáfa hefur fært Talabot (eiganda Hivern Discs plötufyrirtækis) og Boman (RBMA Gothernburg Alumni) saman að nýju á tónleikaferðalagi um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu, þar sem þeir hafa spilað bæði á tónlistarhátíðum og klúbbum. Nú eru þeir loksins að fljúga yfir til Íslands til að skemmta landsmönnum og mun þetta sjóðheita atriði án efa fylla dansgólfið á Húrra!

Dj Yamaho.

YAMAHO (Natalie G. Gunnarsdóttir) er ein af reyndustu plötusnúðum Reykjavíkur. Hún kemur reglulega fram á klúbbum bæði á Íslandi svo og úti í heimi. DJ-settin hennar sveiflast ósjaldan á milli tveggja heima; Chicago house og Detroit Techno, og má búast við fjölbreyttu og kraftmiklu setti frá þessum reynslubolta.

Futuregrapher.

Futuregrapher (Árni Grétar) þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum íslensku raftónlistarsenunnar, en hann á að baki glæstan feril. Er hann ein af stofnendum Möller Records sem hefur gefið út fjöldann allan af íslenskum raftónlistarplötum. Undir dulnefninu Futuregrapher hefur Árni gefið út fjórar vel lofaðar plötur. Búast má við stútfullu setti af teknói, acid og weirdcore.

Russian Girls.

Russian.girls (Guðlaugur Halldór Einarsson) er best þekktur sem gítarleikarinn í hljómsveitinni Fufanu sem ferðast hefur um heim allan til að spila á allt frá litlum rokkbúllum upp í risa svið sem upphitun fyrir atriði á borð við Radiohead, Red Hot Chili Peppers, Gorillaz og John Grant. Sóló-verkefnið hans Guðlaugs – russian.girls – er eitt það ferkasta í íslensku raftónlistarsenunni og gaf hann út sína fyrstu EP plötu í maí sl. í gegnum plötufyrirtækið hfn music.

Frítt er inn á viðburðinn en fólk er hvatt til að mæta snemma þar sem takmarkað pláss er í salnum.

Skrifaðu ummæli