TAKTU ÁSKORUN TAKTU ÞÁTT Í ROKKRÚLLETTUNNI

0

Stelpur rokka! kynna nýtt og spennandi verkefni fyrir ungar hljómsveitir og tónlistarkonur,trans og kynsegin fólk á öllum aldri: Rokkrúllettuna.

Rokkrúllettan er hljómsveitaáskorun. Hver hljómsveit hefur 5 vikur til að æfa 2 til 3 lög til að flytja á Rokkrúllettutónleikum á afmælishátíð Stelpur rokka!, á Kex hosteli laugardaginn 22. apríl.

Rokkrúllettan er opin fyrir allar konur, trans og kynsegin einstaklinga, 15 ára og eldri. Á rokkrúllettukvöldinu 17. mars myndum við nýjar hljómsveitir sem munu æfa saman í 5 vikur.

Stelpur rokka! útvega starfandi hljómsveitum og nýjum hljómsveitum hljómsveitaæfingaaðstöð og græjulán.

Engin tónlistarreynsla er nauðsynleg. Sjálfboðaliðar Stelpur rokka! leiðbeina hljómsveitum.

Stelpur rokka! munu fagna 5 ára starfsafmæli sínu með veglegri tónleikaveislu á Kex Hostel laugardaginn 22. apríl. Fram koma m.a. bönd sem hafa orðið til í rokkbúðum Stelpur rokka! síðastliðin 5 ár. Boðið verður upp á spennandi rokksmiðjur og uppákomur yfir daginn.

Hægt er að skrá sig í Rokkrúllettuna hér.

 

Skrifaðu ummæli