TAKTFAST OG GRÍPANDI MEÐ HRAFNAÞEMA

0

ruxpin_3

Fyrir stuttu kom út áttunda breiðskífa raftónlistarmannsins Ruxpin (Jónas Þór Guðmundsson) sem nefnist We Become Ravens, en hann hefur getið sér góðan orðstír sem einn af okkar fremstu raftónlistarmönnum. Tvær síðustu breiðskífur hans voru t.a.m. tilnefndar til hinna virtu Kraumsverðlauna og fengu rífandi dóma hjá gagnrýnendum og er nýja breiðskífan engu síðri.

md250_300

Breiðskífan samanstendur af fimmtán rafrænum vinjettum og rafrænum hljóðheimum í samtvinningi með rafrænum töktum. Heimurinn sem listamaðurinn skapar er tregafull en þó taktföst og grípandi. Haldið er áfram með hrafnaþemað sem var í fyrirrúmi á síðustu breiðskífu en um er að ræða sögu af hröfnum sem finna hvort annað og ferðast saman í gegnum lífið án þess að festa sér rætur, þar sem ræturnar leita í hvort annað. Ástin sigrar allt.

ruxpin3

Ruxpin hefur verið óaðskiljanlegur íslensku raftónlistarsenunni frá því hans fyrsta breiðskífa kom út árið 1999 og hefur komið víða fram í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann kemur reglulega fram á Iceland Airwaves hátíðinni, en lætur sig, því miður, vanta þetta árið.

vinyll-ruxpin

Breiðskífan er fáanleg á geisladiska- og vínylformi, auk þess sem hún er fáanleg stafrænt og til hlustunar á helstu tónlistarveitum (t.a.m. Spotify). Það er bandaríska útgáfufyrirtækið n5MD sem annast útgáfuna.

Comments are closed.