TAKTFAKT ER HELJARINNAR RAF/DANSTÓNLISTARVEISLA SEM FRAM FER 2-5 JÚNÍ

0

takt

TaktFakt er heljarinnar Raf og danstónlistarveisla sem fram fer í Reykjavík og á Reykjanesi dagana 2. – 5. Júní næstkomandi. Allir helstu danstónlistarmenn landsins koma fram, frumkvöðlar sem og nýir ásamt erlendum gestum. TaktFakt er einstakur viðburður og er rúsínan í pylsuendanum á laugardagskvöldið þar sem fólki gefst tækifæri á að skella sér upp í rútu, keyra út á Reykjanes en þar bíður þeirra tólf tíma matar og tónlistarveisla!

takt 2

Sjaldan eða aldrei hefur slíkur viðburður verið haldin hér á landi og ætti enginn sannur danstónlistaraðdáandi að láta þetta framhjá sér fara. Þetta minnir mann óneitanlega mikið á hvernig gömlu Rave-in voru haldin hér í den en þar tíðkaðist oft á tíðum að hoppa upp í rútu og keyra út í óvissuna.

gus gus taktfakt

Gus Gus

Herlegheitin byrja á morgun (fimmtudag 2. júní) með geggjaðri upphitun á Kex Hostel en þar koma fram Biggi Veira (Gus Gus) og Áskell. Sá fyrrnefndi hefur haldið dansþyrstum einstaklingum á dansgólfinu út um allan heim svo árum skiptir og sá síðarnefndi er einn sá taktfastasti í bransanum og heldur hverju mannsbarni á tánum.

Á föstudeginum 3. Júní heldur stuðið áfram og nú á Tivoli Bar en þar koma fram Ohm, LaFontaine, U2M, Bervit, Dj Elli Grill og Adidisdudes. Á Tivoli Bar má búast við svita, taktföstum bassa og allsherjar gleði enda ekki annað hægt þegar talað er um slíka snilldar veislu!

Á laugardeginum verður allt gefið í botn og liggur leiðin upp á Reykjanes þar sem blásið verður í lúðrum og öllu til tjaldað.

Dagskráin er virkilega glæsileg en skellt verður upp sérstakri Pop up veitingasölu í samstarfi við Kex Hostel og Linneu Hellström/Oumph.

Rútuferðir eru innifaldar í miðanum til og frá miðbænum en ekki er í boði að fara á einkabíl, en það tekur aðeins þrjátíu mínútna akstur frá Reykjavík.

k- hand taktfakt

K-Hand

Á laugardeginum koma fram:

K-Hand, GusGus, Thor, Ohm, Hunk Of A Man, LaFontaine, Áskell, Octal Industries, Orang Volante, ThizOne, Hidden People, NonniMal, Mr.Cold.

Herlegheitin byrja kl 17:00 og stendur gleðin til kl 05:00

Á sunnudeginum slær Sunnudagsklúbburinn upp heljarinnar eftirpartýi á skemmtistaðnum Paloma og er dagskráin alls ekki af verri endanum. Fram koma:

Uppi: Dj Yamaho, Oculus, Odin og Kosmodod.

Kjallari: Ultraorthodox, Lex Luca, Quadruplos og Tanya.

Úti: Mogensen, KrBear & Ezeo (Vibe) og Arnar Geirs.

Lafontaine Taktfakt

Lafontaine

Albumm.is náði tali af Lafontaine en hann stígur á stokk á laugardagskvöldið og spurðum við hann nokkra spurninga.

Hvernig ertu stemmdur fyrir TaktFakt og er ekki mikill hiti fyrir þessari frábæru veislu?

Ég er mjög spenntur fyrir TAKTFAKT! Fyrir því að spila, sjá aðra sem eru að spila og fyrir því að starfa hjá þessu magnaða festivali. Ég er bara almennt mjög spenntur fyrir öllu sem er að fara gerast í tengslum við þetta partý! Hitinn er líka rosalegur og fólk mjög æst yfir þessu.

Við hverju má fólk búast á laugardaginn?

Fólk má klárlega búast við rosalegu partý og klikkaðri stemmingu en það er varla hægt að útskýra fyrir þeim sem hafa ekki farið þangað áður hvernig það er að vera þarna með tónlist í blasti og góðum vinum.

Er þetta ekki Raf og danstónlistarveisla ársins?

TAKTFAKT er klárlega raftónlistar veisla ársins, allir bestu teknó plötusnúðar og pródúsentar landsins komnir saman með GusGus og K-Hand. Færð ekki betra line up fyrir teknó og almennt raftónlistar unnendur og sakar það ekki að vera á eina flottasta svæði landsins, með gott hljóð, mat, bar og allt sem þig vantar fyrir 12 tíma veislu!

Hægt er að nálgast miða á Resident Advisor einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á Kaffi Vínyl á Hverfisgötu.

Ekki láta þessa glæsilegu veislu fram hjá þér fara!

Viðburðinn á Facebook má sjá hér: https://www.facebook.com/events/1190489400962661/

Comments are closed.