TAKT VIÐ TÍMANN / SXSXSX

0

takt jess

„Takt Við Tímann“ eru nýir vefþættir sem hefja göngu sína á Albumm.is í dag. Þættirnir eru framleiddir af Hljóðheimum en þeir eru engir nýgræðingar þegar kemur að þáttargerð hvað þá tónlistarsköpun! Þættirnir eru afar skemmtilegir en þar eru hinir og þessir listamenn/konur gefin sú áskorun að semja lag á aðeins tíu mínútum.

takt-3

Allur þátturinn er tekinn upp í einni töku, ekkert klipp og ekkert rugl! Afar forvitnilegt er að fylgjast með hvernig tónlistin er búin til og hvað það er ótrúlega mikið hægt að gera á aðeins tíu mínútum! Fyrsta sveitin sem ríður á vaðið er SxSxSx en hún er skipuð þeim Helga og Birni, en þeir hafa báðir gert garðinn frægann með hljómsveitinni Úlfur Úlfur.

Herlegheitin eru tekin upp á Gopro myndbandsupptökuvélum, enda eina vitið!

Skellið á play og njótið!

Skrifaðu ummæli