TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ Í NAFNI STUÐS ALMÁTTUGS, ÁRSLISTI PARTYZONE ER Í KVÖLD

0

party-2

Fastur liður í danstónlistarlífi landsmanna frá manna minnum er sjálfur dansannáll PartyZone sem er á sama tíma uppgjör allra plötusnúðanna fyrir árið sem var að líða. Þetta er jafnframt stærsti þáttur ár hvert enda fjögurra klukkustunda langur og óhætt er að segja að stuðið verður í fyrirrúmi!

Sem fyrr byggir þátturinn á vali um og yfir fimmtíu plötusnúða, þáttastjórnenda, hlustenda og mánaðarlegum PartyZone listum síðasta árs. Fimmtíu bestu lögunum verða gerð góð skil ásamt því að fara yfir ýmsa lykilatburði síðasta árs í danstónlistinni. Topplag árslistans verður sett á fóninn rétt fyrir miðnætti.

party-3

Það eru stuðboltarnir Kristján Helgi Stefánsson, Helgi Már Bjarnason og Símon Guðmundsson sem munu flytja listann í beinni útsendingu á X-inu 977 og byrja herlegheitin stundvíslega kl 20:00 og stendur til miðnættis.

Árslistakvöldið verður á Kaffibarnum þetta sama kvöld þar sem landsliðsmenn í skífuþeytingum munu koma fram!

Takið kvöldið frá, í nafn stuðs almáttugs!

Hér fyrir neðan má hlusta á árslistann frá því árið 2015.

Skrifaðu ummæli