Systkinin Sjana Rut og NumerusX senda frá sér skothelda plötu

0

Systkinin Sjana Rut og NumerusX eða Alex Már Jó­hannsson eins og hann heitir réttu nafni voru að senda frá sér brakandi ferska EP plötu sem ber heitið Show me your truth. Platan er sú fyrsta sem þau senda frá sér og inniheldur hún 6 lög. Systkinin hafa getið sér gott orð að undanförnu fyrir þétt og grípandi lög og ætti sko enginn að vera svikinn af þessum eðal grip.

Það muna eflaust margir eftir Sjönu úr sjónvarpsþáttunum The Voice en þar var hún í Team Svala og var ítrekað hrósað fyrir söng sinn. Það er greinilegt að tónlistin rennur í æðum þeirra en Show me your truth er afbragðs gripur sem vert er að hlýða á.

Hér fyrir neðan má hjýða á plötuna í heild sinni:

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við titillag plötunnar „Show me your truth“

Skrifaðu ummæli