SYSTKINI Á BLÚSSANDI SIGLINGU

0

thevoice

Söngkonan Sjana Rut sem slegið hefur í gegn í The Voice að undanförnu og bróðir hennar Alex Jóhannsson eða NumerusX eins og hann kallar sig voru að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist Lost. Sjana Rut vann sitt „battle“ í The Voice og er því komin áfram en nóg er um að vera hjá söngkonunni.

sjanaogalex

Sjönu Rut er margt til lista lagt en hún er einnig hæfileikaríkur myndlistarmaður og er hún um þessar mundir með sýningu á  Café Meskí. Sjana og Alex koma fram á Café Meskí á hverjum sunnudegi til 8.jan, Meðal annars næstkomandi sunnudag. Gaman verður að fylgjast með Sjönu og bróður hennar á næstkomandi misserum!

Skrifaðu ummæli