SYSTEM OF A DOWN VERÐUR HEIÐRUÐ Á GRÆNA HATTINUM Í KVÖLD

0

sistem

Armensk/Ameríska rokksveitin System Of A Down verður heiðruð í kvöld þann 29.janúar á Græna hattinum á Akureyri eftir uppselda og vel heppnaða tónleika í Reykjavík. S.O.A.D. hefur gefið út fimm breiðskífur og selt yfir 40 milljón eintök. Hljómsveitin á ófáa slagarana sem munu fá að heyrast á þessum heiðurstónleikum en dagskráin spannar lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið 1994 í Kaliforníu ríki Bandaríkjanna.

Sett hefur verið saman sérstök hljómsveit til að flytja efnið á tónleikunum og koma meðlimir m.a. úr rokksveitum á borð við Dimmu og Dr. Spock.

sistem 2

Hljómsveitina skipa: Stefán Jakobsson / söngur, Finnbogi Örn Einarsson / söngur, Franz Gunnarsson / gítar / hljómborð / söngur, Hrafnkell Brimar Hallmundsson / söngur / gítar, Erla Stefánsdóttir / söngur / bassi, Sverrir Páll Snorrason / trommur.

Húsið opnar kl 21:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl 22:00

Hæg er að nálgast miða á Miði.is og í Eymundsson.

Comments are closed.