SYNTHAMANÍA SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG OG MYNDBAND

0

synth

Synthamanía er ný Íslensk hljómsveit skipuð þaulreyndu tónlistarfólki. Sveitin er nýbúin að gefa út sinn fyrsta smell sem heitir einfaldlega „Synthamanía.“ Hljómsveitin fékk leikstjórann Óskar Kristinn Vignisson til liðs við sig og skellti í myndband á skemmtistaðnum Húrra. Þar má sjá Albert Halldórsson og Eydísi Rose Vilmundardóttur hrista á sér bossann eins og enginn sé morgundagurinn. Ekki má gleyma Rúnari Erni sem á hreint út sagt stórleik.

synth 2

Sveitin stefnir á útgáfu smáskífu með haustinu en þangað til er vel hægt að dilla sér við þetta stórskemmtilega lag!

Comments are closed.