SÝNINGIN SWEATER STORY OPNAR Í DAG Í EKKISENS

0

ýr

Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið að ýmisskonar textílverkefnum undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012 og lauk diplóma námi í textíl hönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík síðastliðið vor. Nokkrum dögum áður en hafist verður handa við að klára námið í Glasgow School of Art býður Ýr fólk velkomið á sína fyrstu einkasýningu, Sweater story, sem stendur opin í Ekkisens á Bergstaðastræti, 1 – 4. September.

Hugmyndin af Sweater story vaknaði út frá eldri Ýrúrarí peysuhugmyndum sem vantaði baksögu eða hlutverk í stærra samhengi. Leitin að bakgrunni peysanna vatt óvænt upp á sig og út frá þeim varð til saga um tvær peysur, sagða myndrænt í ellefu peysum. Sagan útskýrist best þegar allar peysurnar standa saman, en við opnun sýningarinnar verður svolítil opnunar athöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið.

Ein af ellefu peysunum

Þó hlutar verksins hafi verið í hugmyndabankanum frá árinu 2012 er verkið allt unnið sumarið 2016 af Ýri Jóhannsdóttur. Peysurnar í Sweater story eru í grunnin prjónaðar á heimilis prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaum og handprjónuðum stykkjum. Garnið í verkefninu er afgangs garn sem hefur safnast upp eftir önnur Ýrúrarí verkefni á undanförnum árum og er því blanda af ull, bómull og akrýl.

Opnunartímar Sweater story í Ekkisens, Bergstaðarstræti 25B :

  1. September 18:30 – 21:00 „Sweater story“ útskýrð í stuttri athöfn með orðum, hljóðum og dansi klukkan 18:30. Útgáfuhóf og léttar veigar í framhaldinu!
  2. September 15:00-19:00
  3. September 12:00-16:00 Mælt með að líta við á opnuna sýningarinnar TÆR á Listastofunni í JL húsinu kl 16:00!
  4. September 13:00-18:00

Comments are closed.