SÝNINGIN ÓSKIR ÍSLENSKRA BARNA OPNAR Í DAG

0

ásta 4

Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna er gjöf BarnaheillaSave the Children á Íslandi til barna á Íslandi í tilefni 25 ára afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Allar ljósmyndir eru eftir Ástu Kristjánsdóttur en sýningin hefur veri í vinnslu síðastliðin tvö ár.

Inntak sýningarinnar byggir á sönnum reynslusögum barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða hafa búið við fátækt. Myndirnar birta ímyndaðar óskir þessara sömu barna. Þannig er áhersla lögð á að börn sem upplifa áföll og erfiðleika þurfa að fá að eiga sér ósk og von um að líða einhvern tímann betur.

ásta 2

Sýningin samanstendur af ljósmyndum eftir Ástu Kristjánsdóttur, óskatré eftir Steinunni Hauksdóttir og texta úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við tréið er hægt að koma fyrir óskum barna eða hengja þær á óskatréð. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og að skrifa óskir sína á miða. Gjarnan má hvetja barnið til að óska sér einhvers sem því hugkvæmist við að skoða sýninguna.

Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og þau eiga rétt á að njóta umönnunar. Ef þú veist um barn sem býr við ofbeldi, vanrækslu eða verulegan skort á nauðsynjum skaltu tilkynna það til barnaverndar eða í 112.

Einnig eru upplýsingar inni á www.verndumborn.is.

Ljósmyndari myndanna á sýningunni er Ásta Kristjánsdóttir. Hún á langan feril að baki og starfar í dag sem ljósmyndari í Reykjavík. Í myndum sínum leitast Ásta gjarnan við að senda skilaboð til áhorfandans sem endurspegla sýn hennar á samfélagið.

ásta 3

Öll vinna við sýninguna var unnin í sjálfboðastarfi.

Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði.

 

Comments are closed.