SÝNING ARNARS ÁSGEIRSSONAR OG HEIÐARS KÁRA RANNVERSSONAR „PROMESSE DU BONHEUR“ LÝKUR Í DAG 17. DESEMBER

0

lista

Sýning Arnars Ásgeirssonar og Heiðars Kára Rannverssonar, Promesse du bonheur hefur verið framlengd til fimmtudagsins 17. desember. Sama dag kl. 18:00. býður Harbinger ykkur til finissage þar sem boðið verður upp á framandi veitingar.

lista 4
Promesse du bonheur er áframhaldandi samtal Arnars Ásgeirssonar og Heiðars Kára Rannverssonar sem hófst með sýningunni Disappointing Sculpture í Kunstschlager árið 2013. Á sýningunni velta þeir fyrir sér hamingjuloforði listarinnar, með mynd- og textaverkum sem unnin eru undir áhrifum frá kokteilum og tælenskri matargerð.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og unnin í samstarfi við veitingahúsið Ban Thai.​

lista 6

Arnar Ásgeirsson er fæddur 1982 og býr og starfar ýmist í Reykjavík, Amsterdam og Berlín. Hann vinnur með vídeó, teikningu, innsetningar og skúlptúra með gjörningaívafi.

Fyrri sýningar eru m.a: 

Small Worlds, Kunstmuseum Lichtenstein, Vaduz, 2015.

 Art Bar, Art Dubai, Dubai UAE, 2015.

 S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið), Nýlistasafnið, Reykjavík, 2014.

 A Farmer and his Dog, Lost & Found: Muziekgebouw aan ‘t IJ, Amsterdam & Norræna húsinu, Reykjavík, 2014.

 Icelandic Pavilion, White Squat, Zürich, 2013.

 Beneficial Genetics For The Right Time, RongWrong / Fons Welters, Amsterdam, 2012.

 

H.K. Rannversson er fæddur 1982 og er listfræðingur og dagskrárstjóri Listasafns Reykjavíkur.

 

Sýningaverkefni eru m.a:

Geimþrá, Ásmundarsafn, 2015.

 S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið), Nýlistasafnið, 2014.

 Calculated Sustainability without Decisions, Grandagarður 16, Reykjavík, 2013.

 Finding a New Order, bb15, Linz, Goleb & Zolder Museum, Amsterdam, 2013.

 Take a breath…The best must come’, Upominki, Rotterdam, 2013.

kkkk

Comments are closed.