SÝNDARVERULEIKAMYNDBAND BJARKAR HLAUT FYRSTU VERÐLAUN Á CANNES LIONS

0

Sýndarveruleikamyndband Bjarkar, Notget hlaut fyrstu verðlaun á Cannes Lions í flokknum stafræn iðn (Digital Craft). Myndbandinu er leikstrýrt af Warren Du Preez og Nick Thorton Jones, ásamt listrænni leikstjórn frá Björk og James Merry. Myndbandið sýnir Björk sem stafræna veru í myrkum heimi en veran flytur töfrandi flutning á laginu í veruleika sem áhorfandinn sekkur inn í.

Myndbandið er líka nýjasta viðbótin við sýninguna Björk Digital, sem hefur verið sett upp víðsvegar um heiminn. Þar hafa verið til sýnis byltingarkenndur sýndarveruleiki og 360° heimur af lögum frá síðustu plötu Bjarkar, Vulnicura.

Leikstjórn: Warren Du Preez & Nick Thornton Jones

Listrænstjórn og grímur: Björk & James Merry

Sýndarveruleiki og framleiðandi: ANALOG

Myndataka Andy Serkis

Framleitt af: Campbell Beaton

Sýndarveruleika ráðgjöf og framleiðandi:  Andrew Melchior

Sýndarveruleiki: Arvid Niklasson & Matt Chandler

Bjork.com

Canneslions.com

Skrifaðu ummæli