SYLVIA ERLA SENDIR FRÁ SÉR SKOTHELDAN HITTARA!

0

Tónlistarkonan Sylvía Erla sendi fyrir helgi frá sér lagið „Ægisíða“ en hún hefur heldur betur verið að gera það gott að undanförnu! Ægisíða er virkilega hresst og grípandi popp lag sem ætti að fá hvert mannsbarn til að dilla mjöðmunum!

Ásgeir Orri Ásgeirsson samdi textann ásamt Sylvíu og Jón Bjarni Þórðarson útsetti lagið en hann hefur unnið mikið með tónlistarmanninum Aron Can svo sumt sé nefnt. Hér er á ferðinni frábært lag sem vert er að hækka í og njóta!

Skrifaðu ummæli