SWAN SWAN H SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „LIGHTHOUSE“

0

SWAN

Hljómsveitin Swan Swan H hefur sent frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Lighthouse.“ Lagið er það þriðja sem sveitin gefur út á þessu ári og stefnir sveitin á að gefa út sirka eitt lag á mánuði áður en platan kemur út í lok sumars!

Lagið dregur innblástur sinn í draum sem Svanur söngvari sveitarinnar dreymdi þar sem hann týndist og rataði ekki heim, en fljúgandi furðuhlutir lýstu honum leiðina heim.

SWAN 2

Hin snar göldrótta Andrea Hauksdóttir var fengin til að að gera grafíkina við lagið og notaði þar draumaráðningar krafta sína óspart, einnig má minnast á að stjörnumerkið sem hún teiknar er Cygnus stjörnuþokan sem er um það bil 6070 ljósárum frá jörðinni en sálin hans Svans söngvara hljómsveitarinnar er líklegast þaðan.

Sveitin ætlar að fylgja laginu eftir með spileríi hér og þar og stefnir á að henda í nokkur tónlistarmyndbönd ásamt útgáfunni á plötunni.

Hægt er að niðurhala nýja laginu frítt á bandcamp síðu Swan Swan H.

Comments are closed.