„Svo hætti það að vera dúllulegt og varð ógeðslegt”

0

 

Hljómsveitin Crimson Crooks var að senda frá sér lagið „Myrkur” en sveitina skipa útvarps og tónlistarkonan Vala Eiríks og tónlistarmaðurinn Goggi Kulp. Fyrir nokkru síðan fékk Vala handskrifað ástarbréf inn um lúguna heima hjá sér og byrjaði bréfið mjög dúllulega. Svo hætti það að vera dúllulegt og varð ógeðslegt! Í bréfinu lýsir endandinn því hvað hann vill gera við Völu og gefur í skyn að hann sjái inn í íbúðina hennar. Bréfið endaði á „ef þú kveikir á kertinu á stofuborðinu þínu í kvöld eða næstu kvöld, þá kem ég.” Vala kveikti engin kerti en eina nóttina birtist maður í gluggann heima hjá henni og var henni  eðlilega mjög brugðið!

Eftir þetta var Vala frekar óörugg heima hjá sér, fann fyrir hræðslu við að sofa ein svo hún settist við píanóið sitt og hleypti þessu öllu út.

„Nokkru síðar ákvað ég að ég vildi gera eitthvað með þetta, svo ég kíkti niður í Loud And Grumpy til Gogga Kulp, vinar míns og bað hann um að taka þetta upp fyrir mig. Hann gerði meira en það, bjó til nýja grind og rokkaði þetta dramatíska píanólag upp. Svo sömdum við í rauninni bara nýtt lag við upprunalegan texta.” – Vala Eiríks.

Vala segir að allt ferlið sé búið að vera ótrúlega skemmtilegt og gaman að eitthvað jákvætt gat komið út frá svona leiðinlegu dæmi. Vala og Goggi eru farin út í heljarinnar samstarf og er nýtt lag í bígerð. Einnig er von á myndbandi við lagið Myrkur.

 

Skrifaðu ummæli