SVÍFST EINSKIS, HEFUR FULLKOMIÐ VALD OG ELSKAR OF HEITT

0

Ásta Guðrúnardóttir sendir frá sért sjóðandi heitt nýtt lag og myndband sem ber heitið „Lorain.” Lorain býr í hugarheimi Ástu og kemur þaðan! Hún svífst einskis, hefur fullkomið vald og elskar of heitt.

Magnús Leifur Sveinsson hljóðblandaði og meistaraði lagið. Þau hafa unnið saman í langan tíma og vinátta þeirra spannar meira en áratug. Magnús kenndi Ástu á forritið reason, og tíu árum seinna, eftir tónlist, hljóð og mörg forrit eru þau enn að hafa gaman saman.

Lorain býr í dimmri höll, á mikið að demöntum og þjónum. Hún er kannski ekki góð en hún er allt sem þig vantar akkúrat núna. Myndbandið er tekið upp í kastala Lorain á hugarhæð, gjörið svo vel að ganga inn.

Skrifaðu ummæli