Sver sig í ætt við grugg 10. áratugarins og rokk 11. áratugarins

0

Hljómsveitinni Darth Coyote frá Akureyri voru að senda frá sér Stuttskífuna Feed Me. Tónlistin sver sig í ætt við grugg 10. áratugarins og rokk 11. áratugarins. Tónlistin er sungin á ensku, en textana sömdu gítarleikarar sveitarinnar Egill Örn Eiríksson og Andri Kristinsson. Auk þeirra eru í sveitinni Ingi Friðjón Jóhannsson bassaleikari og Jón Haukur Unnarsson trommari.

Þeir hafa starfað víða saman áður, en aldrei verið í viðlíka þéttu og sveittu samtarfi. Meðal hljómsveita sem þeir hafa áður verið viðriðnir eru Völva, Buxnaskjónar, Hindurvættir og hliðarsjálf Andra gítarleikara DrinniK. Sjónarvottar fullyrða að hér sé komin fram ein graðasta hljómsveit aldarinnar.

Föstudaginn 27. apríl næstkomandi kemur hljómsveitin fram á Akureyri Backpackers. Aðgangur að tónleikunum kostar ekki neitt og ljóst þykir að mikið verður um dýrðir.

Á komandi vikum er væntanleg önnur stuttskífa af þríleik sem sveitin mun senda frá sér á árinu.

Skrifaðu ummæli