Sveitarmeðlimir eru aðeins tveir en hljóma eins og tuttugu manns

0

Enska rokksveitin Royal Blood heldur heljarinnar tónleuka í Laugardalshöll þann 19. Júní næstkomandi! Royal Blood er dúett stofnaður af söngvaranum og bassaleikaranum Mike Kerr og trymblinum Ben Thatcher í Brighton en sérstaða sveitarinnar er ekki síst sú að sveitarmeðlimir eru aðeins tveir, samt fylla þeir upp í slíkt hljóðrými að það mætti halda að tuttugu manns væru að verki!

Fyrsta plata þeirra sem samnefnd var sveitinni og kom út árið 2014 sló rækilega í gegn. Á henni voru slagarar á borð við “Out Of The Black”, “Little Monster”, “Come On Over” og “Figure It Out”. Allt lög sem tóku sér sæti á vinsældarlistum víðsvegar um heiminn. Síðasta sumar kom svo önnur plata sveitarinnar, How Did We Get So Dark, út og sagan endurtók sig. Hver einasta smáskífa til þessa hefur slegið í gegn.

Royal Blood hefur verið ein mest spilaða hljómsveitin á útvarpsstöðinni X977 og Frosti Logason útvarpsmaður hafði þetta um sveitina að segja:

Royal Blood er hljómsveit sem kom inná sjónarsviðið með svakalegum látum. Ég á erfitt með að nefna sveit sem hefur tekið sér jafn afgerandi stöðu á jafn skömmum tíma. Það komu tvö lög frá þeim 2014 ef ég man rétt, “Little Monster” og “Out of the Black“ sem voru bæði frábær og fóru strax í dúndrandi spilun hjá okkur á X-inu. Þetta var það fyrsta sem ég heyrði frá þeim og ég varð strax hooked. Síðan þá hefur bara hver einasta smáskífa frá sveitinni farið á flug. Við erum mikið beðnir um að spila Royal Blood og þeir rúlla nokkrum sinnum á dag á X-inu hvern einasta dag. Ég er viss um að það verði alveg dúndrandi stemmning fyrir þessum tónleikum og ég hlakka mikið til fara á þá sjálfur.

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is

Hr. Örlygur stendur að tónleikunum.

Skrifaðu ummæli