SVEINN GUÐMUNDSSON ER AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á NÝJA PLÖTU

0

2. SG í garði.2

Sveinn Guðmundsson er búsettur í Brighton í Englandi þar sem hann er meðal annars að klára að semja lög og texta fyrir nýja plötu sem hefur vinnuheitið Tíminn og tevatnið. Fyrir nokkrum árum kom út platan Fyrir herra Spock, MacGyver og mig sem er hans fyrsta verk.

Sveinn er þó einnig með annan fótinn í annars konar skrifum þar sem hann er að leggja lokakönd á ritgerð í mannfræði sem hann hyggst verja í lok árs.

„Þegar ský bregður fyrir sólu er ég inni við tölvuna að skrifa en þegar birtir til bregð ég mér út í garð með gítarinn og skrifblokkina.“ – Sveinn

4.Liverpool

Sveinn í Liverpool

Sveinn gerði sér ferð til Liverpool nýlega og kom fram á tónlistarhátíðinni Liverpool Sound City+.

„Það var afar gaman að fá að spila þar, tónleikarnir gengu mjög vel og íslensku textarnir fóru furðu vel í englendingana. Ég útskýrði hugmyndina á bak við hvert lag svo fólk hefði einhverja smá hugmynd um hvað ég er að syngja.“ – Sveinn

Sviðið sem Sveinn spilaði á var helgað nýjum alþjóðlegum atriðum og var blaðamönnum og bransafólki boðið sérstaklega á viðburðinn. Stærstu nöfnin á hátíðinni voru The Dandy Warhols, Leftfield, The Coral, Peter Doherty og Hot Chip. Í kjölfarið var Sveini boðið að spila í útvarpsþættinum IceStation á Croydon Radio sem er staðsett í London en þátturinn er helgaður íslenskri tónlist.

Sveinn snýr aftur til Íslands í lok sumars og vonast til að geta hafið upptökur á plötunni seinnipart árs.

Comments are closed.