SVEIMUR SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „TOUCH“

0

sveimur

Ylfa Marín og Skuggasveinn mynda dúóið Sveimur en sveitin sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta myndband við lagið „Touch.“ Sveimur spilar afsprengi af Elektrónískri tónlist með smá áhrifum frá poppi sem virkar afar vel og ljúfir tónar fá að þjóta um eyru hlustandans. Ekki skemmir fyrir að halla augum og slappa af á meðan.

SVEIMUR 2

Sveitin stendur nú fyrir söfnun fyrir sinni fyrstu breiðskífu á styrktarsíðunni Karolina Fund og mælum við eindregið með að fólk kynni sér það nánar.

Comments are closed.