SVAVAR PÉTUR OG BERGLIND HASLER OPNA VEITINGA OG VIÐBURÐARRÝMIÐ HAVARÍ Á KARLSSTÖÐUM Í DAG

0

Hjónin Berglind og Svavar í góðum snúning.

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson sem margir þekkja sem tónlistarmaninn Prins Póló og Berglind Häsler opna í dag veitinga og viðburðarrímið Havarí.

Í Apríl 2014 gerðu hjónin sér lítið fyrir og rifu sig laus frá Reykjavíkurborg og fluttu á Karlsstaði í Berufirði en þau hafa sko alls ekki setið þar auðum höndum. Svavar og Berglind framleiða snakk sem gert er úr rófum, Bulsur, reka  gistiheimili og menningarstarfsemi undir merki Havarí og um helgina bætist við veitingastaður.

Svavar á Karlsstöðum

Mikið stuð verður á hinum nýja stað en boðið verður uppá allskonar uppákomur eins og tónleika listasýningar en ekki er ólíklegt að Prinsinn sjálfur troði reglulega upp. Á veitingastaðnum verður boðið uppá grænmetisskyndibita og verður ekkert kjöt á matseðlinum en hann opnar formlega eftir helgi.

havarí

Havarí

Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað að undanförnu og er Havarí orðinn virkilega skemmtilegur og flottur staður sem á svo sannarlega eftir að vekja athygli um ókomna tíð!

Havarí opnar kl 19:00 í kvöld og eru allir hjartanlega velkomnir.

Hér fyrir neðan má heyra nýjasta smellin frá Prins Póló, Læda Slæda.

http://www.havari.is/

Comments are closed.