SVAVAR KNÚTUR SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA BROT OG HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í GAMLA BÍÓ

0

svavar 5

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur gefur út sína fjórðu sóló plötu í byrjun október og heldur að því tilefni veglega útgáfutónleika í Gamla Bíó 6. október. Platan ber nafnið Brot og hefur titillag plötunnar trónað á efstu sætum vinsældarlista Rásar 2 síðustu vikur. Á plötunni er að finna tíu lög, bæði á íslensku og ensku, umfjöllunarefnið er gleði, sorgir og hin hversdagslegu ævintýri lífsins, heimspeki og önnur hjartans mál lituð með einstökum litum söngvaskáldsins.

svavar 4

Á þessari kvöldstund í Gamla bíó 6. október, eiga tónleikagestir von á glæsilegum tónleikum en þar verður Svavar Knútur umvafinn hæfileikaríku tónlistarfólki. Þar koma meðal annarra fram kórinn Vox Populi, hljómsveit, strengjasveit, Kristjana Stefánsdóttir og hin tékkneska Markéta Irglová. Platan er gefin út af Dimmu kemur út á geisladisk og vínyl, en ennfremur verður hún gefin út sem lítill konfektkassi, þar sem niðurhalskóðar og bæklingur fylgja með. Það er líklega í fyrsta skipti sem plata er gefin út sem súkkulaði og segir Svavar Knútur það vera viðleitni til þess að bregðast við minnkandi geisladiskasölu á skapandi hátt. Það er dóttir Svavars Knúts, Dagbjört Lilja, sem að vanda skreytir plöturnar og gerir hún það listarlega.

svavar 6

Svavar Knútur hefur löngu stimplað sig inn í hjörtu landsmanna, enda hefur hann skapað sér sess á meðal fremstu söngvara og lagahöfunda landsins með sinni einskæru einlægni og túlkun á bæði sígildum íslenskum sönglögum sem og sínum eigin. Miðasalan á útgáfutónleikana í Gamla Bíó fer fram á Tix.is

Meðfylgjandi myndband er frá fyrstu æfingu Vox Populi og Svavars Knúts fyrr í vikunni:

Hlekkir:

http://svavarknutur.com

http://svavarknutur.bandcamp.com/album/brot-the-breaking

 

 

Comments are closed.