„SVARTI FUGLINN“ ER FYRSTA AF FJÓRUM Í SERÍU MYNDSKEIÐA

0

Hljómsveitin Par-Ðar kynnir með stolti fyrsta lagið „Svarti Fuglinn“ af væntanlegri plötu Upplifun sem kemur út í september 2017. „Svarti Fuglinn“ er hið fyrsta af fjórum í seríu myndskeiða sem þeir gefa út eitt í hverjum mánuði í sumar til þess að kynna þeirra frumraun.

Með hverju vídeóverki er gefin út 7 tommu vínyl plata í örfáum eintökum með myndlist úr hverju myndskeiði. Hægt er að nálgast eintak í gegnum netfang eða heimasíðu Par-Ðar.

Platan var hljóðrituð og hljóðblönduð af meðlimum hljómsveitarinnar ásamt öllum upptökum og klippingu videoverka sem fylgja þessari breiðskífu.

Skrifaðu ummæli