svala þorsta rokkunnenda til sjávar og sveita

0

Thrill of Confusion (T.O.C) er Reykvísk hljómsveit sem spilar framsækna þungmálmstónlist með “stoner“ ívafi. T.O.C var stofnuð árið 2012 og hefur verið til í hinum ýmsu birtingarmyndum síðan þá. Segja má að sveitin hafi fundið sitt eina sanna “grúv“ snemma árs 2018 og í framhaldinu var fyrsta breiðskífan hljóðrituð í Stúdíó Paradís. Stefnt er að útgáfu í nóvember 2018, en nú þegar hafa tvö lög litið dagsins ljós á Spotify tónlistarveitunni.

Liðsmenn T.O.C eru hoknir af reynslu þegar kemur að lifandi flutningi.  Sveitin hyggst stimpla sig hressilega inn í íslensku tónlistarflóruna á komandi árum og svala þorsta rokkunnenda til sjávar og sveita! Meðal áhrifavalda T.O.C má nefna bönd á borð við Down, Pantera, Red Fang, Baroness, Kyuss, Clutch og Black Sabbath.

Meðlimir sveitarinnar eru: Jón Dan Jónsson – Bassi, Brynjar Ólafsson – Trommur, Hrafn Ingason – Sólógítar , Þorvaldur Árnason– Ryþmagítar og Ragnar  Breiðfjörð Guðmundsson – Söngur.

Skrifaðu ummæli