Svala og RVKDTR eitursvalar í nýju myndbandi!

0

Reykjavíkurdætur ásamt Svölu Björgvins voru að senda frá sér myndband við lagið „Ekkert Drama” en lagið kom út fyrir stuttu. Mjög skemmtilegt er að sjá Svölu með dætrunum en Svala er án efa ein flottasta og skemmtilegasta tónlistarkona landsins! Saman ná þær að mynda ótrúlega gott og svalt teimi og vonum við svo sannarlega að þær eigi eftir að vinna aftur saman!

Lagið er að sjálfsögðu algjör „banger“ sem hefur svo sannarlega fallið vel í kramið hjá þjóðinni en myndbandið er sko alls ekkert sýðra! Kolfinna Nikulásdóttir og Sigurður Möller Sívertsen sáu um leikstjórnina!

Ekki hika við að skella á play, þú sérð ekki eftir því!

Skrifaðu ummæli