Svala og The Retro Mutants sameina krafta sína

0

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants og tónlistarkonan Svala Björgvins voru að senda frá sér lagið „Falling For You.” Svala og söngvari The Retro Mutants syngja frábærann dúett en lagið sömdu þau í sameiningu og fjallar það um að verða ástfangin þó svo þú ætlaðir alls ekki að verða!

Laginu má lýsa syntha poppi og er í flokki með Kavinsky, College og Chromatics svo sumt sé nefnt. Bjarki Ómars úr The Retro Mutants er að vinna EP plōtu og lagið „Skin 2” sem Svala syngur og semur ásamt Bjarka kemur út 6. Desember næstkomandi. Einnig er í vinnslu snilldar teiknimyndar myndband sem Pétur Eggerz á heiðurinn að.

Skrifaðu ummæli