SVALA, KVENNAKÓRINN KATLA OG BETWEEN MOUNTAINS Á KEX 17. JÚNÍ

0

Sérstakir þjóðhátíðartónleikar verða haldnir á KEX Hostel á 17. júní þar sem fram koma SVALA, Kvennakórinn Katla og Between Mountains.

SVALA eða Svala Björgvinsdóttir þekkir hvert mannsbarn á Íslandi og sterkt í minni er framúrskarandi frammistaða hennar í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva í ár. Svala er búin að syngja alla sína ævi, bæði sem sólóisti og sem meðlimur í Steed Lord og The Bubbleflies.

Svala

Kvennakórinn Katla samanstendur af 60 stelpum sem hittast á mánudagskvöldum og syngja. Kórinn var stofnaður á vordögum 2012. Kórinn fær fólk til þess að gráta, hlæja, klappa og sannfærast um að lífið sé gott! Kórstýrur eru Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir og eru þær í miklu uppáhaldi hjá kórfélögum.

Kvennakórinn Katla

Between Mountain er tvíeyki af Vestfjörðum og unnu þær síðustu Músíktilraunir.

Between Mountains

KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Samstarf KÍTÓN við KEX Hostel og Arion Banka rennur enn fremur stoðum undir það góða starf sem KÍTÓN er að vinna. Með tilstuðlan KÍTÓN er umræðan um stöðu kvenkyns laga- og textahöfunda jafnt sem flytjenda orðin fyrirferðameiri en hún hefur verið undanfarna áratugi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og eru nú um 246 félagskonur skráðar.

KEX Hostel hefur frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og erlendra tónlistamanna komið fram á KEX. KEX hóf samstarf með KÍTÓN í fyrra með tónleikaröðinni KEX + KÍTON þar sem fram komu m.a. Sóley, Soffía Björg, Samaris, Glowie, Lily The Kid, Cyber, Þórunn Antónía, Boogie Trouble og ótal fleira tónlistarfólk og hljómsveitir með konur í lykilhlutverkum.

Skrifaðu ummæli