SVALA ER EITURSVÖL Í BANDARÍSKU TÓNLISTARMYNDBANDI

0

Bandarísku tónlistarmennirnir Luke Million og Sam Sparro voru að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Back To The Rhythm.“ Það er svo sem ekki frá sögu færandi nema að Eurovisionfarinn Svala Björgvinsdóttir skartar myndbandinu góða og er hún að vanda eitursvöl!

Eins og flestir vita er Svala búsett í borg englanna en myndbandið er tekið upp þar í borg. Umrætt lag er sko alls ekkert slor og er myndbandið alls ekki síðra.

Skellið á play, við leyfum myndbandinu að tala sínu máli!

Skrifaðu ummæli