Sura sendir frá sér sína fyrstu plötu: virkilega þétt og seiðandi

0

Tónlistarkonan Sura var að senda frá sér sína fyrstu plötu en hún ber heitið Tíminn. Platan inniheldur ellefu lög og koma þar við sögu góðir gestir eins og t.d Jóhanna Rakel, Ragga Holm, Young Karin og fleiri. Sura hefur heldur betur verið áberandi að undanförn enda er hún afar iðin við sína tónlistarsköpun og tónleikahald!

Platan er virkilega þétt og seiðandi og án efa eftir að hljóma í eyrum landsmanna um ókomna tíð. Plötunni verður fagnað á Prikinu í kvöld og byrja herlegheitin kl 21:00. Búast má við miklu fjöri og munu allskonar gestir stíga á svið.

Það er föstudagur, veðrið er fallegt og Sura var að senda frá sér plötu, það gerist varla betra en þetta!

Facebook viðburðinn má finna hér

Skrifaðu ummæli