SÚPER SEXÝ POPPLAG SEM ER EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA

0

thorunn

Tónlistar og fjölmiðlakonan Þórunn Antonía var að senda frá sér brakandi ferskan poppsmell sem ber heitið „I Want You.“ Lagið er samið fyrir stuttmyndina Ungar eða Cubs eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, en myndin var frumsýnd í Bíó Paradís í gær 3. Janúar.

„Nanna Kristín hafði samband við mig og hún vildi fá súper sexý popplag sem væri ekki við hæfi fyrir ungar stelpur að dansa við, eins og flest popplög eru ef hlustað er á textann.“ Þórunn Antonía.

thorunn-2

Popptónlist er oft á tíðum alls ekki við hæfi barna en samt er það samið með það í huga að börnin kaupi það, fíla taktinn, dansinn og tónlistina. Þetta er skrýtinn heimur sem börn og unglingar lifa í um þessar mundir, tími endalausra möguleika hvað varðar samskipti og tækni.

Ólafur Darri Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og þórunn Antonía á frumsýningu Ungar/Cubs í gær 3. Janúar.

Ungar/Cubs kemur inná þetta allt saman, samskipti kvenna, samanburð, fordóma, hræðslu, fegurð, traust, sorg og margt fleira, þó þetta sé stuttmynd þá spannar hún allann tilfinningaskalan, endilangan.

Þórunn Antonía samdi og útsetti lagið, Texti er eftir þórunni og Nönnu Kristínu en Sindri Þór Kárason sá um upptökur, mix og mastering.

Skrifaðu ummæli