SUNNYSIDE ROAD VERÐUR MEÐ POP-UP TÓNLEIKA Í KVÖLD OG Í ALLT SUMAR

0

SUNNY 2

Til að fagna sumrinu og fanga þeirra séríslensku sumarstemningu mun hljómsveitin Sunnyside Road standa fyrir röð pop-up tónleika hér og þar um landið í allt sumar, með fókusinn á stór-Reykjarvíkursvæðið. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld 8. júní og þeir síðustu á menningarnótt, 20. ágúst.

SUNNY

Tónleikaröðin „Komum Nær“ hefur það markmið að færa tónlistina nær fólkinu með litlum fyrirvara og umstangi, en einlægni og sólskini í hjarta. Hverjir tónleikar verða tilkynntir á facebook með litlum fyrirvara, allt frá sólarhring niður í hálftíma í hvert sinn. Staðsetningarnar verða breytilegar hverju sinni, garðar, heimahús og hvar sem sveitinni dettur í hug og langar til að spila þann daginn.

Hljómsveitin Sunnyside Road sendi nýverið frá sér sumarlega lagið „Gerum ekki neitt“ sem hefur setið í 5 vikur á topp 20 lista Rásar 2.

Tónleikarnir verða í kvöld á Flóran Café / Bistro í Grasagarðinum í Laugardal og hefjast þeir stundvíslega kl 20:00.

Comments are closed.