SUNNUDAGSKLÚBBURINN STENDUR FYRIR PLÖTUSNÚÐABARDAGA Á PALOMA Í KVÖLD

0

11705991_10204976348820960_1994059968_o

Sunnudagsklúbburinn stendur fyrir viðburði í kvöld en hann er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Um ræðir plötusnúðabardaga þar sem tveir af þekktustu skífuknöpum íslensku neðanjarðar danstónlistarsenunnar svífast einskis til að standa uppi sem hinn eini sanni „DJ Íslands“.

Jómfrúarbardaginn verður haldinn í kvöld (sunnudagskvöldið 5. Júlí) á Paloma og eru það engir aukvisar sem stíga á stokk og takast á um hinn eftirsótta titil „DJ Íslands“.

Í vinstra horninu er einn færasti og reyndasti snúður landsins, ósigraður í 31 ár, stofnandi T WORLD og GUS GUS, stundum kallaður Herb Legowitz eða jafnvel Buckmaster De La Cruz, en þeir sem þekkja kappan bezt kalla hann Magga Lego.

Í hægra horninu er áskorandinn, Formaðurinn sjálfur, Dj Kári. Hann hefur verið að ógna stöðu Legowitz stöðugt um árabil og því má búast við hörðum átökum og taumlausri spilagleði þetta sunnudagskvöld. Því má bæta við að Kári er Formaður Sunnudagsklúbbsins, en mun það ekki hafa nein áhrif á útkomu einvígisins, þar sem hlutlaus dómari verður á svæðinu.

Þessir tveir knapar hafa barist um hylli dansþyrstra Íslendinga um áratuga skeið og því er þessi viðburður eitthvað sem engin vill láta fram hjá sér fara.

Bardaginn fer þannig fram að hvor keppandi fær ákveðinn tíma til að heilla áhorfendur með lagavali og samsetningu, og dæmt er eftir stemmningu og fagnaðarlátum viðstaddra.

Eins og fyrri daginn er það sjálfur BardagaStrúturinn sem er lukkudýr og verndari kvöldsins.

Við minnum á að Sunnudagsklúbburinn mun standa fyrir uppákomum öll sunnudagskvöld í sumar!

 

Comments are closed.