SUNNUDAGSKLÚBBURINN KYNNIR KGB, FORMANNINN OG HLÍNUN JARÐAR Á PALOMA Í KVÖLD

0
sunnu 2

Ljósmynd: Brynjar Snær

Það verður heldur betur stuð á skemmtistaðnum Paloma í kvöld en þar er það Sunnudagsklúbburinn sem ræður ríkjum að vanda. Dagskráin í kvöld er sko ekki af verri endanum en þar eru súperstjörnur í hverju horni.

sunnu 3

Ljósmynd: Brynjar Snær

KGB (Kristinn Gunnar Blöndal) mætir á svæðið en hann er þekktur fyrir að spila ansi fjölbreytta tónlist, en í kvöld mun kappinn spila frumsamda Techno tónlist í dýpri kantinum.
Einnig verður að sjálfsögðu sjálfur Formaðurinn á staðnum en honum til halds og traust verður enginn annar en Hlínun Jarðar.

sunnu 1

Ljósmynd: Brynjar Snær

Hlínun Jarðar ættu flestir að þekkja en hann hefur verið mjög áberandi að undanförnu.
Sjálfur Strúturinn verður verndari kvöldsins að vanda.
Það er grátt yfir Reykjavík í dag og því tilvalið að mæta á Paloma og sletta smá úr klaufunum á þessum yndislega sunnudegi.

Hægt er að lesa facebook eventið hér.

Sunnudagsklúbbur//Oculus+Forman_05.04.15 by Sunnudagsklubburinn on Mixcloud

 

Comments are closed.